1.11.2006 | 23:01
Á einkaþotu til S-Ameríku, Panama City
Þá er ferðin loksins hafin með 80 Ameríkana og Kanadamenn, sem hafa valið að ferðast með einkaþotu um S-Ameríku. "Einkaþotan er B-757 með lúxussætum fyrir þessa farþega og 13 manna áhöfn; 3 flugmenn, 1 flugvirki, tveir kokkar og 7 flugfreyjur/flugþjónn.
Við lögðum af stað 30. október og ferjuðum flugvélina til Miami, þar sem farþegarnir biðu okkar að morgni þess 31. Það er ekki að sjá á þessu fólki að það syndi í peningum, ósköp venjulegt fólk, flest allt vel við aldur.
Allt gekk vel og við lögðum af stað nokkrum mínútum á undan áætlun til fyrsta áfangastaðar, Panama City í Panama. Panama tók á móti okkur með grenjandi rigningu í 25 stiga hita, en strax í dag, 1. nóvember, var komin bongóblíða, þótt enn sé rigningatíminn. Hér bíðum við í tvær nætur eftir farþegunum og notuðum tækifærið í morgun og fórum í skoðunarferð að Panama skipaskurðinum og svo í bæjarferð. Hvort tveggja mjög skemmtilegt. Skurðurinn er náttúrulega algjört þrekvirki og heimamenn stoltir af honum. Á næstunni verður hafist handa við að stækka hann, því hann getur ekki lengur tekið við vaxandi umferð.
Ég hafði ekki mótað neina sérstaka skoðun á Panama City áður en ég kom, en borgin kom á óvart. MJÖG mikill uppgangur, skýjakljúfar í byggingu út um allt og borgin mjög hreinleg. Uppgangurinn heima er hálgert djók miðað við þensluna hérna.
Í fyrramálið, 2. nóvember, höldum við svo áfram til Ríó De Janeiro og stoppum þar í þrjár nætur. Erfið vinna! En kíkið á myndirnar frá Panama!
Bestu kveðjur, heim!
Um bloggið
Bloggsíða Rabba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ojí hvað það hlýtur að vera leiðinlegt í vinnunni hjá þér
kv.
Fjölskyldan í FROSTAfold
Heiðar B. (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.