3.11.2006 | 15:57
Frá Panama til Ríó
Fórum í gær frá Panama til Rio De Janeiro. Hlutirnir gengu frekar seint fyrir sig og til að kóróna allt þurftum við að hætta við flugtak þegar vélin var komin á 200 km hraða, af því að við náðum ekki fullu afli á annan hreyfilinn - tölvan sem stýrir aflinu var greinilega enn í fríi í Panama! Þetta var í annað skiptið á ferlinum - og í fyrsta skipti sem flugstjóri - sem ég þurfti að hætta við flugtak. Allir rólegir og allt gekk vel. Flugvirkinn bankaði í kassa og box og hrærði í vírum sem dugði til þess að við komumst af stað.
Flugtímínn var 6:30 og í 3 klst flugum við yfir regnskógum Amazon, ekkert nema tré og ár, ótrúlegt, eins og að fljúga yfir grænu úthafi. Lentum svo í Ríó í rigningu seint í gærkvöldi.
Erum núna að fara af stað í aðra af tveimur skoðunarferðum. Set vonandi inn myndir og meiri texta í kvöld.
Hópurinn er einnig með bloggsíðu, þar sem ferðinni eru gerð betri skil. Slóðin er:
suduramerika.bloggar.is
Kveðja heim
Um bloggið
Bloggsíða Rabba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.