Ríó - 2. dagur

Fórum að kíkja á Krist í morgun, þar sem hann stendur upp á hæsta klettinum í Ríó, Corcovado, 710 metra háum. Sjálf styttan er 30 metra há með útbreiddan 28 metra faðm.

Kristur kallinn var feiminn við víkingana að norðan og sveipaði sig skýjahulu þannig að nánast ekkert sást í hann, þótt við stæðum við fótstallinn. En feimnin rann af honum þegar við fórum aftur, því þá létti til andartak og þarna trónaði hann eins og hani á haug, þrælflottur, en hvarf svo aftur í skýin.

Ókum í gegnum fátækrahverfi, Favella, þar mátti aðeins aka eina götu og bannað að stoppa.

Síðan tók við hápunktur dagsins! Brasilískur fótboltaleikur í 1. deild milli heimaliðsins Flamengo og aðkomumannanna Etlico de Pharana. Leikurinn fór fram á Macrana leikvanginum, sem reyndist ekki taka 60.000 manns í sæti heldur 140.000 manns og er sá stærsti í heimi er mér sagt. Áður fyrr gátu setið þarna 200.000 manns, en hluti af stúkunni hrundi fyrir einhverjum árum eða áratugum og þá var hún minnkuð.

Áhorfendur voru ca 25 - 35 þúsund og mikil stemmning, sérstaklega þegar Flamengo skoraði eina mark leiksins.

En myndir dagsins sem bætt hefur verið í Ríó myndaalbúmið segja allt sem segja þarf! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja pabbi, hvenær á svo að bjóða manni til Ríó??  hehehhe....

Annars get ég ekki betur séð en það hafi verið hörkustuð á vellinum, þó svo ég hafi kannski ekki alveg átt von á þér á fótboltaleik. En greinilega aldrei að segja aldrei! Ef ég man rétt þá er þetta annað skiptið þitt á fótboltaleik?  Ja, allavegana svona alvöruleik

Tóta (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 23:13

2 identicon

Ótrúlegustu hlutir gerast enn, pabbi farinn aftur á fótboltaleik... á dauða mínum átti ég von en þessu.... ég veit ekki !  Greinilegt að ég er ekki á réttum stað í námi, þarf að komast í svona þrælavinnu eins og þú

Hilla (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 23:28

3 identicon

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1232920

hehehe... ertu búinn að rekast á þessa samkomu í Ríó?

Tóta (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bloggsíða Rabba

Höfundur

Rafn Jónsson
Rafn Jónsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Kokkarnir á leið til vinnu
  • RJO og Jói með Okkar manni á Páskaeyju
  • Viltu kaupa?
  • Á hvað eru menn að horfa?
  • Hópurinn í skoðunarferð

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband