6.11.2006 | 19:52
Igazu fossarnir
Fórum í gær frá Ríó áleiðis til Buenos Aires með viðkomu við Igazu fossana. Þeir eru rúmlega 200 talsins og myndast í miklu gili þar sem árnar Igazu og Pyrana mætast á landamærum Brasilíu, Argentínu og Paraguay. Ég hafði áður séð fossana frá Paraguay.
Þegar við komum að fossunum fengum við að fara í útsýnisflug yfir þá, sem vakti mikla lukku. Veðrið var mjög gott, sólarlaust, ca. 25 stiga hiti og mikill raki. Þegar við vorum búin að gera vélina klára sótti okkur rúta og okkur var ekið að fossunum og svo fórum við í rúmlega klukkutíma göngutúr á svæðinu og enduðum í þvílíku hádegishlaðborði að ég var ekki orðinn svangur enn þegar ég fékk morgunverð í morgun!
Svo lá leiðin til Buenos Aires, þar sem við stönsum í þrjár nætur. Flugveðrið á leiðinni var ömurlegt, stanslaus ókyrrð, oft mjög mikil og ísing og síðan rigning. Borgin tók á móti okkur með skýfalli og það var eins og lent væri í sundlaug en ekki á flugbraut þegar við lentum. Við vorum um þrjá tíma að græja vélina fyrir næsta legg og orðin ansi lúin þegar við komumst á hótelið.
Á morgun fylgir skýrsla frá Buenos Aires, en í kvöld verður okkur boðið á Tangó sýningu og á morgun förum við í bæjarferð.
Eins og áður tala myndirnar sínu máli og þær má finna í myndeaalbúmi sem nefnist Igazu fossarnir!
Kveðja heim!
Um bloggið
Bloggsíða Rabba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.