13.11.2006 | 14:21
Punta Arenas til Concepcion
Eftir að hafa komið til Concepcion í Chile er ljóst að Punta Arenas er frábær staður og við sem héldum að hann væri alveg vonlaus!
Í Punta fórum við í stutta skoðunarferð á mörgæsaslóðir og sáum mörgæsir af Magallanes tegund sem eru auðþekktar á því að þær eru með tvær hvítar rendur á brjóstinu. Það sem kom mest á óvart var að þær eru með hreiður eða holur í graslendi. Tvisvar á dag fara þær niður að sjó til að fá sér næringu og við komum þangað einmitt þegar þær voru að seinnipartssnæðingi.
Punta Arenas var mikil verslunarborg þangað til Panamaskurðurinn var opnaður, en öll skipaumferð lá í gegnum Magellan sundið sem bærinn stendur við. Í dag byggist afkoman fyrst og fremst á sauðfjárbúskap og lítils háttar olíuframleiðslu. Þarna búa 100 þúsund manns sem hafa ekki mikið við að vera.
Í Concepcion búa hins vegar um 200 þúsund manns, þetta er næst stærsta borg Chíle og hér er bókstaflega ekkert að gera eða sjá. Bærinn hrundi í jarðskjálftum 1939 og 1960 þannig að hér eru engar gamlar byggingar. Farþegarnir okkar fóru beint úr vélinni okkar og upp í ævagamla Boeing 737 þegar við lentum hérna og flugu upp í fjöllin í bæ sem heitir Villaricca. Þar er víst mjög fallegt.
En að vanda tala myndirnar sínu máli og er að finna í albúmi sem heitir Punta Arenas.
Kveðja heim
Um bloggið
Bloggsíða Rabba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn í dag. 30 ár!!!
Tóta, Heiðar og Arnar Gauti (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 14:58
Til hamingju með daginn - þótt þið séuð hvort í sinni heimsálfu!!
Kveðja frá Leiðhömrungum.
Ágúst (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 22:42
Össss hljómar ekkert spennó.. veit samt ekki hvort HÍ nái að hafa vinninginn yfir þessi leiðindi í Chile.. marr spyr sig ??!!
Hilla (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.