17.11.2006 | 16:16
Lima
Jæja, þá erum við komin til Lima í Perú, sem er síðasti viðkomustaður okkar áður en við skilum farþegunum til Miami. Páskaeyja var lítil og sæt og allt mjög þægilegt, en Lima er stórborg með um 8 miljónir íbúa. Dálítið annað andrúmsloft.
Farþegarnir héldu í morgun áfram upp í fjöllin að skoða Inkaborgir en við erum föst hérna í fjórar nætur. Seinnipartinn í dag ætlum við að reyna að skoða okkur um, en planið er að skoða Gullsafnið, miðbæinn og Miraflores, sem er fínasti parturinn af staðnum, næstu daga.
Í gærkvöldi bauð hópurinn okkur í mat í ógurlega fínu safni hér í borginni. Fyrst fórum við í skoðunarferð um safnið, sem var mjög skemmtileg og svo var borðað úti og horft á perúiska dansa.
Í dag hef ég svo setið fyrir utan hótelið og safnað sólskini og hita í poka til að koma með heim handa Hildi! :)
Sendi myndir í kvöld eða á morgun.
Kveðja
Um bloggið
Bloggsíða Rabba
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður !!
Hilla (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.